Fara í efni

Jarðskjálftar á Reykjanesi

Jarðskjálftar á Reykjanesi

Það er sem hættustigi almannavarna var lýst yfir í gær, 24. febrúar, vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi hvetjum við íbúa og aðra til þess að huga að lausamunum hjá sér. Þá eru íbúar hvattir til þess að fara varlega á svæðinu og forðast staði þar sem möguleg hætta væri á grjóthruni ef til fleiri skjálfta koma. Jarðskjálftahrinan er enn í gangi þó heldur hafi dregið úr fjölda kröftugra skjálfta í bili. Sjálfvirka jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt um 1000 jarðskjálfta á svæðinu frá miðnætti.

 

Veðurstofan mun halda áfram að fylgjast náið með þróun mála en mælingar hingað til gefa engar vísbendingar um kvikuinnskot í þessari hrinu. Sérfræðingar Veðurstofunnar munu halda áfram að mæla gasútstreymi á svæðinu, en ummerki um kvikugös, ef einhver væru, gætu sést í gasmælingum.

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar fylgist grannt með gangi mála í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.

Nánari upplýsingar má m.a. finna á vef veðurstofunnar https://www.vedur.is/um-vi/frettir/skjalfti-m57-a-reykjanesi og almannavarna https://www.almannavarnir.is/frettir/jardskalftar-varnir-og-vidbunadur/?fbclid=IwAR0yoAi4vEvVVEcuYEpuZkvzonjE3-FLAkA3Dp0Dh8QI4IYI2FNwJEECj08