Fara í efni

Hrekkjavaka í Suðurnesjabæ

Hrekkjavaka í Suðurnesjabæ

Nú í þriðja sinn ætlum við í Suðurnesjabæ að snúa bökum saman og móta skemmtilega dagskrá í tilefni Hrekkjavökunnar. Líkt og áður hvetjum við alla íbúa, unga sem aldna til þess að taka þátt.

Síðustu vikuna í október ætlum við að vinna í því að fagna Hrekkjavökunni sem á rætur að rekja til Evrópu og þar á meðal til Norðurlanda. Skólarnir okkar, foreldrar, bókasöfn, bæjarskrifstofur, nemendaráðin og félagsmiðstöðvar hafa m.a. tekið sig saman og ætla í sameiningu að bjóða uppá fjölbreytta dagskrá.  

Við hvetjum íbúa til þess að taka þátt í sínu eigin bingói, kíkja á bókasafnið, fara í Hrekkjavökugöngutúra og umfram allt að halda áfram að gæta að sóttvörnum. Þá eru fjölskyldur einnig hvattar til þess að gera sér glaðan dag saman. 

Við hvetjum íbúa til að taka af sér myndir í undirbúningi Hrekkjavökunnar og við skemmtileg tækifæri og merkja með @sudurnesjabaer á instagram.

 Föstudagurinn 30. október

Bókasafn Suðurnesjabæjar í Sandgerði

  • Hólmfríður Árnadóttir les draugasögurögur á bókasafninu laugardaginn 30. október kl.11.30
  • Fylgist með facebook síðu bókasafnsins og instagram síðunni en þar birtist reglulega skemmtilegur fróðleikur um það sem er í gangi hverju sinni.

Sunnudagurinn 31. október  – Hrekkjavaka

Íbúar eru hvattir til að klæða sig upp, setja ljós út í glugga eða fyrir utan hús og skreyta

 Fróðleikur um Hrekkjavökuhátíðina 

Í mörgum evrópskum löndum, þar á meðal á Íslandi og hinum Norðurlöndunum auk keltneskra landa, var árinu skipt í tvær árstíðir, vetur og sumar, í stað fjögurra eins og við gerum í dag. Menn töldu tímann í vetrum og nóttum fremur en í árum og dögum. Veturinn var eins og nóttin og var talin koma fyrst og þar sem mánaðamót október og nóvember er tími vetrarbyrjunar var það einnig tími nýárs. Á þessum tíma tóku kuldinn og myrkrið við, jörðin sofnaði og dauðinn ríkti. Á Íslandi til forna var í lok október haldin hátíð sem kölluð var veturnætur og þá var haldið dísablót (disting). Í norðurhluta Skotlands og á Írlandi er á þessum tíma sem nú er að ganga í garð enn haldin hátíð sem á gelísku heitir Samhain, hátíð hinna dauðu. Í seinni tíð hefur hún fengið heitið Halloween. Nánar er hægt að lesa sig til um Hrekkjavökuna og aðra siði á Vísindavefnum.

Við hlökkum ótrúlega mikið til og hvetjum alla íbúa, unga sem aldna til þess að gera dagana skemmtilega með okkur.