Fara í efni

Aðgerðastjórn fylgist grannt með gangi mála vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi

Aðgerðastjórn fylgist grannt með gangi mála vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar fylgist grannt með gangi mála í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum. Daglega eru  stöðufundir undir stjórn Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem farið er yfir stöðu mála hverju sinni með lykilaðilum.

Vísindaráð almannavarna fundaði í gær og má sjá upplýsingar frá þeim fundi á vef almannavarna ríkislögreglustjóra.

Þó svo að langflest hús á Íslandi séu byggð þannig að þau eigi að standast þá hrinu sem nú gengur yfir eru íbúar og vinnustaðir áfram hvattir til þess að huga að lausamunum hjá sér, fara varlega og forðast staði þar sem möguleg hætta væri á grjóthruni. Margt er hægt að gera til að fyrirbyggja að slys verði ef til fleiri skjálfta koma. Leiðbeiningar um varnir og viðbúnað má finna á vef Almannavarna.

There is seldom advance warning of an earthquake.  Therefore, it is important to take safety measures ahead of time and to learn how to respond. We encourage residents to take care of loose items and avoid hiking or mountaineering. In needed SMS warning text messages are sent to mobiles phones after earthquakes from the Civil Protection to the affected area.