Fara í efni

17. júní í Suðurnesjabæ

17. júní í Suðurnesjabæ

17. júní hátíðarhöldin í Suðurnesjabæ fara fram við Sandgerðisskóla í ár. Undirbúningur og framkvæmd er í höndum foreldra og verðandi 10. bekkinga beggja grunnskólanna okkar, Sangerðisskóla og Gerðaskóla.

Dagskrá hefst við Sandgerðisskóla kl.15.00.

Kynnir: Sigurður Smári Hansson.

Fjallkona:  Þórunn Hafdís Hill Ævarsdóttir, nýstúdent.

Tónlistaratriði: Smári og Fríða Dís í Klassart.

Ræðumaður dagsins: Marta Eiríksdóttir

Danssýning frá stúlkum í verðandi 10. bekk í Gerðaskóla.

Skemmtikraftakallarnir sýna listir sínar.

Candyfloss, andlitsmálning, sjoppa á staðnum í umsjón verðandi 10. bekkinga í Gerðaskóla og Sandgerðisskóla.

Bílalest verður á staðnum fyrir yngstu kynslóðina.

Þorri og Þura ljúka deginum með dagskrá fyrir yngstu kynslóðina kl.17.00.

Þekkingarsetur Suðurnesjaverður opið frá kl.13.00 - 17.00. Við hvetjum íbúa og gesti til að koma þar við og kanna þann heim sem þar býr, þ.á.m. sýninguna Heimskautin heilla. Ókeypis aðgangur.

Byggðasafnið á Garðskaga opið frá kl.13.00-17.00. Vöfflur og kaffi á Röstinni.

Gestir eru hvattir til að gæta að persónubundnum sóttvörnum og sýna tillitssemi.