Fara í efni

103 umsóknir um 10 lóðir í Skerjahverfi

103 umsóknir um 10 lóðir í Skerjahverfi

Á fundi Framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar í gær, þriðjudaginn 30. nóvember var lóðum úthlutað í 1. áfanga Skerjahverfis í Sandgerði.  Alls voru 10 lóðir til úthlutunar, 2 fjölbýlishúsalóðir, 2 keðjuhúsalóðir og 6 raðhúsalóðir fyrir alls 54 íbúðir.  Að auki mun Bjarg íbúðafélag byggja 12 íbúðir í 1. áfanga hverfisins. Mikill áhugi var fyrir lóðunum en 103 umsóknir bárust í tæka tíð fyrir úthlunina og þurfti að draga milli umsækjenda um allar lóðirnar samkvæmt reglum um úthlutanir lóða í Suðurnesjabæ.  

Magnús Stefánsson bæjarstjóri var gestur fundarins og var hann fengin til að draga undir styrkri stjórn formanns ráðsins, Einars Jóns Pálssonar og vökulum augum annarra fundarmanna.

Niðurstaða lóðaúthlutana er skv. eftirfarandi:

Skerjabraut 1-7

6 umsóknir voru um lóðina sem er keðjuhús með 4 íbúðum.

Lóðarúthlutun: Húseignir Leirdal ehf.

Til vara 1, Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.

Til vara 2, Viðar J. ehf.

Skerjabraut 9-17

6 umsóknir eru um lóðina sem er keðjuhús með 5 íbúðum.

Lóðarúthlutun: Líba ehf.

Til vara 1, Fagurhóll Investments ehf.

Til vara 2, Húseignir Leirdal ehf.

Bárusker 2

3 umsóknir eru um lóðina sem er fjölbýlishús með 11 íbúðum.

Lóðarúthlutun: Biksteinn ehf.

Til vara 1, HP hús ehf.

Til vara 2, Húsanes verktakar ehf.

Bárusker 4

2 umsóknir eru um lóðina sem er fjölbýlishús með 11 íbúðum.

Lóðarúthlutun: HP hús ehf.

Til vara 1, Húsanes verktakar ehf.

Bárusker 3

12 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 4 íbúðum.

Lóðarúthlutun: Vapp ehf.

Til vara 1, Dalsbygg ehf.

Til vara 2, Húsanes verktakar ehf.

Bárusker 5

14 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 4 íbúðum.

Lóðarúthlutun: Líba ehf.

Til vara 1, Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.

Til vara 2, Dalsbygg ehf.

Bárusker 6

14 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 4 íbúðum.

Lóðarúthlutun: Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.

Til vara 1, RH ehf.

Til vara 2, Vapp ehf.

Bárusker 7

17 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 4 íbúðum.

Lóðarúthlutun: Cympa ehf.

Til vara 1, Húsanes verktakar ehf.

Til vara 2, Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.

Bárusker 8

10 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 3 íbúðum.

Lóðarúthlutun: HE verk ehf.

Til vara 1, Viðar J. ehf.

Til vara 2, Dalsbygg ehf.

Bárusker 10

15 umsóknir eru um lóðina sem er raðhús með 4 íbúðum.

Lóðarúthlutun: Viðar J. ehf.

Til vara 1, Fagurhóll Investments ehf.

Til vara 2, Brix ehf.