Fara í efni

Öskudagur

Öskudagur

Í Suðurnesjabæ verður ýmislegt um að vera á Öskudaginn.

 Ratleikur

Við höfum sett upp stafrænan ratleik fyrir bæði hverfin í Suðurnesjabæ, Garði og Sandgerði sem gengur út á það að safna stigum. Hægt er finna Ratleikjaappið bæði fyrir Iphone síma og Android síma á heimaíðunni sysla.is.

Þegar búið er að klára ratleikinn er hægt að skila inn staðfestingu á þátttöku á bókasöfnum Suðurnesjabæjar á opnunartíma og við drögum út heppna aðila sem hljóta glaðning.  

Við hvetjum fjölskyldur til þess að fara í ratleikinn saman og njóta samverunnar um leið og nánasta umhverfi er kannað. Hægt er að skila inn úrlausnum fram yfir helgi, eða til 7. mars 2022.

Margt í boði á Öskudaginn:

  • Leikskólinn Sólborg. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
  • Leikskólinn Gefnarborg. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
  • Sandgerðisskóli –  Skóla lýkur kl. 11:30.  Nemendur og starfsfólk mæta í grímubúningum og gera sér glaðan dag. Sjá nánar upplýsingar frá skóla. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
  • Gerðaskóli – Skóla lýkur kl.11:30. Nemendur og starfsfólk mæta í grímubúningum og gera sér glaðan dag. Sjá nánar upplýsingar frá skóla. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
  • Bókasafn Suðurnesjabæjar í Sandgerði – opið til kl.17:30.
  • Sundlaugin í Sandgerði – opið til kl. 20:30.
  • Sundlaugin í Garði – opið til kl. 20:30.
  • Auðarstofa og Miðhús- Búningar og skemmtilegheit.
  • Elding – Öskudagsfjör fyrir 8.-10. bekki Í íþróttamiðstöðinni í Garði frá kl.21.00-22.00.
  • Skýjaborg – Öskudagsfjör fyrir 8.-10. bekki í íþróttamiðstöðinni í Sandgerði frá kl.20.30-22.00.

Þess má geta að stofnanir sveitarfélagsins taka að sjálfsögðu á móti syngjandi börnum og munu gefa góðgæti til allra barna sem mæta.

Góða skemmtun og gleðilegan öskudag!

Munum sóttvarnir og pössum okkur á veðrinu.