Fara í efni

Lífshlaupið hefst þann 2.febrúar

Lífshlaupið hefst þann 2.febrúar

Skráning í lífshlaupið hefst í dag þann 19. janúar hægt er að skrá fyrirtæki eða vera í einstaklingskeppni. Við hvetjum fyrirtækin hér í kring til að skrá sig og vera með í ár.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að huga vel að bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Það er meðal annars hægt að gera með því að hreyfa sig reglulega því allt telur. Taktu þátt og hvettu fólkið í kringum þig líka til þess að taka þátt í Lífshlaupinu 2022!

SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á www.lifshlaupid.is/innskraning. Skráningarferlið er einfalt og þægilegt en fínar leiðbeiningar má finna hér og svo hér á ensku

Við minnum á LífshlaupsAPP-ið þar sem mun einfaldara er að skrá alla hreyfinguna sína þegar maður er komin í lið. Hér má finna upplýsingar um LífshlaupsAPP-ið.

Endilega merkið @sudurnesjabaer og @lifshlaupid á instagram :)