Fara í efni

Látún á Bókasafni Sandgerðis

Látún á Bókasafni Sandgerðis

Hljómsveitin Látún var að gefa út sína fyrstu plötu sem er samnefnd sveitinni. Hljómsveitin kemur fram hjá Jazzfjelaginu fimmtudaginn 28.okt kl.20:00. Ókeypis aðgangur.
ATH. að panta þarf sæti með því að senda tölvupóst á jazzfjelag@trommari.is
 
Látun er 7 manna hljómsveit skipuð 6 blásurum og einum trommara. Og dregur hljómsveitin nafn sitt af þessari hljóðfæraskipan, en látún er íslenska orðið yfir “brass”.
Tónlist Látúns hefur verið lýst sem “dansvænni gleðitónlist” sem dregur áhrif úr ýmsum áttum: Funk, Ska, Klezmer jafnvel smá jazz, disco og sýrurokk.
8 af af 10 lögum plötunnar eru eftir meðlimi Látúns, en tvö tökulög eru á plötunni. “Vegir liggja til allra átta” eftir Sigfús Halldórsson, en þessi útgáfa Látúns prýddi upphafssatriði kvikmyndarinnar “Síðasta Veiðiferðin” sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári. Hitt tökulagið er “Ave Eva” sem Magga Stína syngur á sinn einstaka hátt. Lagið er eftir Megas og var útsett sérstaklega fyrir gestaflutning Látúns á Megasartónleikum Möggu Stínu sem haldnir voru í Eldborg í Hörpu árið 2019. Það er einnig eina lagið sem er sungið á plötunni.
 
Látún skipa:
Eiríkur Stephensen: Barítón sax og slagverk, en hann er einnig aðallagahöfundur sveitarinnar.
Fjalar Sigurðarson: Túba.
Halldóra Geirharðsdóttir: Altósax.
Hallur Ingólfsson: Trommur.
Sólveig Morávek: Tenórsax
Sævar Garðarsson: Trompet og Flugelhorn
Þorkell Harðarson. Altósax og Klarinett
 
Platan var tekin upp “live” á einni helgi vorið 2020 í Stúdíó Sýrlandi af Haffa “Tempó” Karlssyni, en hann sá einnig um alla eftirvinnslu.
Látún kemur bæði út á vinyl og geisladiski og er komin í hljómplötuverslanir auk þess sem hún er aðgengileg á streymisveitum.