Fara í efni

Kvartett Sigmars Þórs Matthíassonar

Kvartett Sigmars Þórs Matthíassonar

Bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson gaf út sína fyrstu sóló plötu, Áróra, í september 2018 en hún hlaut tvennar tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokki jazz- og blústónlistar á síðasta ári. Nú er hafinn undirbúningur fyrir aðra plötu, sem ber vinnuheitið METAPHOR, og er áætluð útgáfa snemma árs 2021.
Hér er um að ræða nýtt frumsamið efni þar sem áhrif frá austrænni þjóðlagatónlist og annarri heimstónlist blandast við nútímajazz.
Áður en haldið verður í hljóðver munu Sigmar og félagar prufukeyra nýja efnið á tónleikum hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar í Bókasafni Sandgerðis, fimmtudaginn 1.október kl.20:00. Hér er um einstakt tækifæri að ræða þar sem heyra má nýja óútgefna tónlist í stöðugri mótun.
Hljómsveitina skipa auk Sigmars á kontrabassa, þeir Haukur Gröndal á klarinett, Ásgeir Ásgeirsson á oud og önnur strengjahljóðfæri, Ingi Bjarni Skúlason á píanó og Matthías Hemstock á trommur.
 
Flytjendur:
Sigmar Þór Matthíasson: kontrabassi
Haukur Gröndal: klarinett & saxófónn
Ásgeir Ásgeirsson: oud & önnur strengjahljóðfæri
Ingi Bjarni Skúlason: píanó
Matthías Hemstock: trommur
 
Hér má heyra tóndæmi: https://youtu.be/RfFDMD4H1Ao
 
Aðgangur er ókeypis og munið sóttvarnarreglur.
Takmarkaður fjöldi gesta.