Gengið um gamalt pláss í tilefni vertíðarloka
15. maí
14:00-15:00
Gerðahverfið
Gengið um gamalt pláss í tilefni vertíðarloka
Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur, Sjólyst, Garði stendur fyrir sögugöngu undir leiðsögn Harðar Gíslasonar sunnudaginn 15. maí næstkomandi.
Lagt verður af stað frá Sjólyst kl. 14:00 og gengið um Gerðahverfið og gamalla útgerðarhátta minnst.
Gert er ráð fyrir að gangan taki u.þ.b. klukkutíma og að göngu lokinni er göngufólki velkomið að kasta mæðinni í Sjólyst og þiggja kaffi.