Safnahelgi á Suðurnesjum- Byggðasafnið á Garðskaga.
18.-19. mar
11:00-17:00
Byggðasafnið á Garðskaga
Safnahelgi á Suðurnesjum- Byggðasafnið á Garðskaga.
Byggðasafnið á Garðskaga býður gesti velkomna á safnahelgi 18. og 19. mars.
Perlur safnsins verða á sínum stað; Verzlun Þorláks Benediktssonar, Húsin hans Sigga í Báru og Vélasafn Guðna Ingimundarsonar ásamt öðrum fjölbreyttum safnkosti.
Ein af vélum vélasafnsins verður gangsett báða dagana kl. 14.
Ljósmyndir úr Suðurnesjabæ eftir Svavar Herbertsson ásamt málverkum Braga Einarssonar af þekktum Garðmönnum verða til sýnis.
Safnið er opið kl. 11 – 17 laugardag og sunnudag um safnahelgina.