Fara í efni

Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar 22. - 28. ágúst

Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar 22. - 28. ágúst

Grunnlitir hátíðarinnar eru bleikur og fjólublár. Undirbúningshópur bæjarhátíðarinnar hvetur íbúa og vinnustaði til þess að skreyta hjá sér, setja upp seríur og ljós og skapa stemningu í Suðurnesjabæ. Ef fólk vill skreyta í öðrum litum þá lífgar það bara enn meira upp á stemninguna.

 • Hvernig væri að bjóða nágrönnunum í kaffi og spjall?
 • Kannt þú á gítar eða kanntu að syngja? Þá er nú við hæfi að bjóða í garðpartý.
 • Sköpum eitthvað nýtt og skemmtum okkur saman.

 Söfn og áhugaverðir staðir í Suðurnesjabæ

Byggðasafnið á Garðskaga

22. ágúst verður opnuð ný sýning sem ber heitið ,,Húsin hans Sigga í Báru”.

Líkön af 14 húsum úr Sandgerði og sveitunum í kring frá því fyrir árið 1940. Sigurður H. Guðjónsson byggingameistari, Siggi í Báru, Sandgerði, gerði líkönin en fjölskylda hans afhenti þau byggðasafninu nýlega til varðveislu og sýninga.  Líkönin segja sögu húsbygginga og mannlífs í Sandgerði frá því fyrir aldamótin 1900 og fram að 1940.

26.-27. ágúst. Sjóhúsið á Lambastöðum verður opið fyrir gesti til að skoða milli kl. 13 og 16, laugardaginn 27. ágúst og sunnudaginn 28. ágúst. Sjóhúsið er við uppsátrið á Lambastöðum í Garði. Fyrir utan sjóhúsið er upplýsingaskilti og spil o.fl. frá gamalli tíð sem tilheyrði upp og sjósetningu báta ásamt fiskaðgerð.

Opið alla daga til loka september kl. 10:00-17:00. Aðgangur ókeypis.

Bókasafn Suðurnesjabæjar

23. ágúst kl. 17:00 Sjósund. Fyrirlestur Ernu Héðinsdóttur sjósundskennara um sjósund og sjósundsferðir.  Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Vetraropnun á bókasafninu.  Opið verður alla laugardaga í vetur frá 27. ágúst, kl. 11:00-13:00 og mánudaga til fimmtudaga kl. 10-17:30 og föstudaga frá kl. 10:00-12:00.

Sjólyst

Opið laugardag og sunnudag frá kl.14:00-17:00.

Mánudagurinn 22. ágúst

 • Ljósaganga á stígnum á milli Garðs og Sandgerðis í umsjón Knattspyrnudeildar Reynis og Golfklúbbs Sandgerðis.

Gengið frá Þekkingarsetrinu kl. 18:45 og Víðisvelli kl. 19:00. Ljós, söngur, Jón Jónsson, grill og kjötsúpa. Strætó heim fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga til baka. Göngugarpar eru hvattir til að koma vel skóaðir og klæddir í gönguna.

 • Bragginn hjá Ásgeiri Hjálmarssyni opið frá 13:00-17:00

Þriðjudagurinn 23. ágúst

Bókasafn Suðurnesjabæjar – Allt um sjósund

Fyrirlestur með Ernu Héðinsdóttur um sjósund á Bókasafni Suðurnesjabæjar og sjósundsferð í fjöruna í Sandgerði í kjölfarið. Erna er kennari, markþjálfi og lýðheilsufræðingur sem hefur m.a. synt til Viðeyjar og til baka og yfir Önundarfjörð.

20:00 - Pottakvöld kvenna í sundlauginni í Sandgerði í umsjón starfsmanna íþróttamiðstöðva.

20:00 - Pottakvöld karla í sundlauginni í Garði í umsjón starfsmanna íþróttamiðstöðva. Frítt inn og í boði verður kjötsúpa, smakk frá Litla Brugghúsinu og Anton Guðmundsson trúbador mun spila fyrir gesti.

 • Bragginn hjá Ásgeiri Hjálmarssyni opið frá 13:00-17:00

Nesfisksvöllur

Víðir – Vængir Júpíter kl 18:00 á Nesfisksvellinum. Hoppukastali og frítt á leikinn í boði SI raflagna.

Miðvikudagurinn 24. ágúst

17:00 -Gauja býður í sjósund í Garðhúsavík. (Garðskagi).

 • Bragginn hjá Ásgeiri Hjálmarssyni opið frá 13:00-17:00

Litahlaup hjá nemendum grunnskólanna í Suðurnesjabæ.

Tónlistarskólinn í Garði

17:00 - Tónleikar fyrir ungt fólk í Suðurnesjabæ.

21:00 - Lopapeysupartý í Þorsteinsbúð í Garði.

Ungmennaráð Suðurnesjabær stendur fyrir lopapeysupartýi í Þorsteinsbúð, björgunarsveitarhúsinu í Garðinum, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 21:00. Flóni og Magnús Kjartan brekkusöngvari mæta og halda uppi stemningu. Frítt er á viðburðinn sem er áfengis- og vímuefnalaus og hvetjum við alla 16 ára og eldri til þess að mæta.

19:00 Harmonikkuball og hnallþórur í Samkomuhúsinu í Sandgerði.

Harmonikuball, Kvennakór Suðurnesja, samsöngur og hnallþórukeppni í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og skemmta sér saman við dans og söng.

Tekið á móti Hnallþórum frá kl.17:30-18:30 í Samkomuhúsinu.

Gestir gæða sér á veitingum meðan á balli stendur eftir að bæjarfulltrúar hafa valið best skreyttu kökuna og bragðbestu kökuna.

Fimmtudagurinn 25. ágúst

Við hvetjum íbúa, starfsmenn og vinnustaði að klæðast bleiku og fjólubláu í dag.

Sköpum skemmtilega stemningu!

Hvernig væri að bjóða vinum og vandamönnum í vöfflukaffi í dag?

 • Kjörbúðin er með tilboð fyrir þig og allt til alls.

17:00 - Þórshöfn – Telma leiðir ofurhuga í sjóinn.

Miðhús 

 • Opið hús í Miðhúsum Suðurgötu 17-21 fimmtudaginn 25. ágúst frá kl 14:00 - 18:00. Öllum velkomið að koma og kíkja við í spjall og vöfflur og skoða félagsstarfið, ungir sem aldnir.

Samkomuhúsið í Sandgerði

Partýbingó í Samkomuhúsinu í Sandgerði með Evu Ruzu og Sigga Gunnars í umsjón Unglingaráðs Reynis og Víðis.

17:00 -  Fjölskyldu- og barna bingó. Húsið opnar kl.16:300. Spjaldið kostar 500 kr. og pítsur seldar í hlé.

21:00 - Partý Bingó.

Húsið opnar kl.20:30. 18 ára aldurstakmark.

 

Föstudagurinn 26. ágúst

Við hvetjum íbúa, starfsmenn og vinnustaði að klæðast bleiku og fjólubláu líka í dag. Sköpum skemmtilega stemningu – ekki gleyma hattinum!

Föstudagar eru hattadagar í Suðurnesjabæ.

Ert þú í Hattavinafélaginu? Þú finnur Hattavinafélag Suðurnesjabæjar á facebook.

Sandgerðishöfn

13:00 -19:00 - Hoppland í heimsókn við Sandgerðishöfn.

Aðgangur fyrir 16 ára og eldri 1500
Aðgangur fyrir 15 ára og yngri 500
Leiga á blautbúning 2000
 
 

Blue völlurinn

16:00  - Norðurbær - Suðurbær. „Gamlar knattspyrnuhetjur takast á“.

20:00 - El Faro restaurant - Garði

Hljómsveitin LÓN heldur tónleika á El Faro. Miðasala á Tix.is.

Samkomuhúsið í Sandgerði

23:00 - Ball í Samkomuhúsinu í Sandgerði með Stuðlabandinu.

Sjávarsetrið veitingahús - Sandgerði

Sjávarsetrið opnar í fyrsta sinn kl.17:00.

 

Laugardagurinn 27. ágúst

Sandgerðishöfn

Dorgveiðikeppni við Sandgerðishöfn kl. 11:00 í umsjón Sigurvonar.

Sjávarsetrið

Sjávarsetrið opið frá kl. 11:00.

El Faro restaurant

Ráðhúsið í Garði

Listasýning í ráðhúsinu í Garði á 2. hæð frá klukkan 11:00 - 17:00.

Litla Brugghúsið

Bjórhlaup með Litla brugghúsinu kl. 15:30.

Hlaupin verður 1.6 km leið, frá Víðishúsinu og að Litla brugghúsinu. Hlaupið er ekki keppni nema þá við sjálfan sig, heldur miðast við að skemmta sér og njóta. Greitt er á staðnum og er þá fyrsti bjórinn innbyrgður, síðan eru tvær bjórstöðvar á leiðinni og endað í brugghúsinu þar sem þátttakendur njóta síðasta bjórsins. Verð er kr. 3.000 og er greitt áður en hlaup hefst með pening eða korti. Skráning er hafin og stendur til 24. ágúst.

Golfklúbbur Sandgerðis

Golfklúbbur Sandgerðis - Opna Icewear Texas Scramble. Skráning er hafin.

Blue Völlurinn : Reynir - Magni kl 14:00 frítt inn í boði Braga Guðmunds ehf.

Byggðasafnið á Garðskaga opið.

Þekkingarsetur Suðurnesja er opið og frítt inn.

Garðskagaviti opinn fyrir gesti.

Sjólyst er með opið hús.

Sandgerðisskóli

Fjölskylduskemmtun í umsjón Knattspyrnufélagsins Víðis.

Fjölskylduskemmtun kl.13:00-15:00.

Hopp og skopp verða með leiktæki og hoppukastala við skólann frá kl 12:00-16:00. Frítt er í tækin

 • Dagskrá sett
 • Leikskólabörn syngja
 • Leikhópurinn Lotta í boði SI raflagnir
 • Sirkus Íslands
 • Jón Arnór og Baldur
 • Friðrik Dór

Kvöldskemmtun kl. 20:00 við Sandgerðisskóla.

 • Auddi og Steindi
 • Reykjavíkurdætur
 • Aldamótatónleikar
 • Flugeldasýning í boði Isavia kl.22.15
 • Strætó fer frá Gamla pósthúsinu í Garði kl.19:40 og frá íþróttamiðstöðinni í Sandgerði kl.22:30.

Sölutjöld

Laugardagurinn 27. ágúst verður í boði að vera með sölutjald við Sandgerðisskóla á Bæjarhátíðinni í Suðurnesjabæ. Um er að ræða söluborð gegn vægu gjaldi með eða án rafmagns. Þeir aðilar sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á solubasbaejarhatid@gmail.com eða haft samband við Elísabetu í síma 823-9315 eða Heiðu í síma 778-0303.

Boðið verður uppá strætóferðir – nánar auglýst síðar.

Sunnudagurinn 28. ágúst

Ráðhúsið í Garði

Listasýning í ráðhúsinu í Garði á 2. hæð frá klukkan 13:00 - 17:00.

Víðisvöllur - bílaplan

18.00 og 20:00 - Bílabíó á Víðisplani.

 • 18:00 Sveppi og dularfulla hótelherbergið
 • 20:00 Leynilöggan

Nammi, krap og fleira í Viðissjoppunni

Planið við íþróttamiðstöðina í Garði.

Götubitar frá 17:00 - 20:00 

Prikið

Bumbuborgarar

Grill Of Thrones verða á staðnum

Listasýning

Þekkingarsetur Suðurnesja - Sandgerði

Unnur Sara Eldjárn í Þekkingarsetrinu á Bæjarhátíð

Unnur Sara Eldjárn heimsækir Þekkingarsetur Suðurnesja sunnudaginn 28.ágúst nk. og syngur franskar 60´s perlur ásamt gítarleikaranum Daníel Helgasyni. Fara tónleikarnir fram innan veggja sýningarinnar Heimskautin heilla og hefjast stundvíslega kl. 15.00. Tónleikarnir eru liður í bæjarhátíð Suðurnesjabæjar og verður ýmislegt fleira í boði í Þekkingarsetrinu þennan dag. Tónleikarnir eru styrktir af Suðurnesjabæ og starfslaunum listamanna og aðgangur er ókeypis.

Þekkingarsetrið er opið frá 13:00 til 17:00 laugardag og sunnudag og aðgangur ókeypis báða daga.

Hvernig væri að bjóða vinum og vandamönnum í pulsupartý í dag?

-   Kjörbúðin á allt til alls.

 Góða skemmtun !

Við þökkum bakhjörlum okkar fyrir veittan stuðning