Hugmyndasamkeppni um framtíð Suðurnesjabæjar
Mótun nýs aðalskipulags fyrir sameinað sveitarfélag
Þeir sem vilja taka þátt skulu senda erindi á trúnaðarmann samkeppninnar með nafni og netfangi tengiliðs svo unnt sé að koma skilaboðum til viðkomandi teymis á keppnistímanum. Trúnaðarmaður sendir kortagrunn og loftmyndir af keppnissvæðinu til baka á þátttakendur. Trúnaðarmaður samkeppninnar er Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ Ráðgjöf með netfangið: stefan@vso.is. Yfirskrift tölvupósts til trúnaðarmanns skal vera „Hugmyndasamkeppni“.