Val á nafni

Nú veljum við nafnið!

nafnaval22. október til 3 nóvember geta íbúar valið nafn á sveitarfélagið.
Ákveðið hefur verið að efna til könnunar þar sem valið verður á milli þriggja nafna á sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs.
 
Nöfnin sem eru í boði eru Heiðarbyggð, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Miðgarður.
 
Könnunin fer fram á opnunartíma í ráðhúsinu í Garði og Sandgerði frá 22. október til 2. nóvember. Einnig verður hægt að taka þátt í Grunnskólanum í Sandgerði og í Gerðaskóla laugardaginn 3. nóvember milli kl. 10:00 og 20:00. Íbúar taka þátt í því hverfi þar sem þeir búa, Sandgerðingar í ráðhúsinu í Sandgerði eða Grunnskólanum í Sandgerði og Garðmenn í ráðhúsinu í Garði eða í Gerðaskóla.
 
Allir íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu fyrir 26. október sem eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta tekið þátt.
 
Könnunin er ekki kosning í skilningi laga um kosningar. Bæjarstjórn hefur hins vegar ákveðið að niðurstöður könnunarinnar séu bindandi ef þátttaka verður meiri en 50% og einhver tillaga fær meira en 50% atkvæða. 
 
Nálgast má nánari upplýsingar um könnunina og nöfnin sem eru í boði hér.   
 
Tökum öll þátt og veljum nafn sem íbúar geta sameinast um. 
 

Gögn frá nafnanefnd er stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna skipaði

Hér má finna gögn nafnanefndar, sem var skipuð af Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.  Nafnanefndin fékk það verkefni að fara yfir tillögur að nöfnum á nýtt sveitarfélag, en alls bárust tæplega 400 tillögur.  Nefndin leitaði umsagnar Örnefnanefndar um tiltekin nöfn og gerði loks tillögu um nöfn sem kosið var um í rafrænni atkvæðagreiðslu íbúa sveitarfélaganna.