Yfirfélagsráðgjafi á fjölskyldusvið

Yfirfélagsráðgjafi á fjölskyldusvið

Fjölskyldusvið Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs auglýsir eftir öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga í tímabundið starf til eins árs, með möguleika á framlengingu. Sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs og Sveitarfélagið Vogar reka sameiginlega félagsþjónustu og er þjónustusvæðið um 4.600 íbúar.


Starfssvið:

  • Skipulag og eftirfylgni með framkvæmd félagsþjónustu- og barnaverndarmála (deild).
  • Þátttaka í stefnumótun, þróun og innleiðingu á verklagi á nýju sviði í samstarfi við sviðsstjóra.
  • Stuðningur við starfsmenn er varðar skipulag málaflokka og meðferð einstakra mála þannig að fagleg vinnubrögð séu ávallt höfð að leiðarljósi í allri starfseminni.

 

Hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða MA gráða í félagsráðgjöf.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af stjórnun og umbótastarfi.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu og skipulagi félagsþjónustu og barnavernd.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

 

Umsóknarfrestur er til og með  5. desember n.k.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðstjóri Fjölskyldusvið í síma 420-7500.

Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið sandgerdi@sandgerdi.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.