Vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 og deiliskipulagi á nýju íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar.

Vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 og deiliskipulagi á nýju íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar.

 

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur samþykkt að kynna vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024  í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vinnslutillagan snýr að skipulagssvæði sem er skilgreint sem íbúðarbyggð ÍB 10 í núverandi skipulagi og er syðsti hluti þéttbýlisins. Helsta breytingin er sú að skipulagssvæðið er stækkað um 2 ha. og íbúðum fjölgað úr 275 í allt að 400.

Samhliða er kynnt tillaga að deiliskipulagi sama svæðis.

Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemdir við vinnslutillöguna til 17.00, 18. september n.k. Senda skal þær á:

  • Tölvupósti á skipulagsfulltrúa jonben@sandgerdi.is, eða
  • Bæjarskrifstofuna, Sveitarfélagið Garður, b.t. skipulags- og byggingarfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður.

Bæjarstjórn vonast til þess að sem flestir kynni sér vinnslutillögu breytingar á aðalskipulagi.

Öll gögn eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins (www.gardurogsandgerdi.is ) og til sýnis á bæjarskrifstofunni í Sandgerði, Miðnestorgi 3. Skipulags- og byggingarfulltrúi svarar spurningum um vinnslutillöguna mánudaginn 18. september milli kl. 14 og 16 á bæjarskrifstofunni í Sandgerði.

Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan ef óskað er frekari upplýsinga.

 

Virðingarfyllst,

Jón Ben. Einarsson, skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Hér er hægt að nálgast gögn vinnslutillögunnar:

Aðalskipulagsppdráttur – Vinnslutillaga

Deiliskipulagsuppdráttur – Vinnslutillaga

Deiliskipulag, greinargerð og skilmálar  - Vinnslutillaga