Við ætlum að vera með í Hreyfiviku UMFÍ 25. - 31. maí

Hreyfivika Ungmennafélags Íslands fer fram dagana 25. til 31. maí og við í Suðurnesjabæ ætlum að taka þátt !

Um er að ræða evrópska lýðheilsuherferð margra landa sem ber heitið Now We Move. Markmiðið með Hreyfivikunni er að fjölga þeim sem hafa gaman af því að hreyfa sig reglulega.

Í Suðurnesjabæ er margt í boði sem ýtir undir hreyfingu og almenna heilsueflingu og án efa eru hér margir boðberar hreyfingar.

Ef þú er til í að slást í hópinn með okkur og vilt skrá viðburð þá hvetjum við þig til þess að skrá þig sem boðbera á heimasíðu Hreyfivikunnar. Þú getur líka sent hugmyndina til okkar og við skráum viðburðinn fyrir þig og auglýsum um leið.

Við munum setja inn dagskrá fyrir Hreyfivikuna í Suðurnesjabæ um helgina en minnum jafnframt á að það er hægt að bæta við viðburðum eins og hugmyndir kvikna.

Vilt þú t.d. bjóða hóp með þér í gönguferð, hjólaferð, í brennó, strandblak, jóga, sund, í plankkeppni eða jafnvel kenna dans og taka upp á „TikTok“?

Hugmyndir má senda á netfangið lovisa@sudurnesjabaer.is