Verndarsvæði í byggð

Verndarsvæði í byggð

Krókskotstún-Landakotstún

Sandgerði

 

Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis hefur lagt fram til kynningar skýrsluna Verndarsvæði í byggð, Krókskotstún-Landakotstún skv. 5. gr. laga um Verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslunnar og koma með ábendingar og athugasemdir um þetta áhugaverða efni. Frestur til að gera athugasemdir við skýrsluna er til fimmtudagsins 20. desember.

 

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa  með tölvupósti á jonben@sandgerdi.is, umhverfisfulltrúa á einar@sandgerdi.is eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t., Sunnubraut 4, 250 Garður.

 

Kynningarefni 

Verndarsvæði í byggð -Krókskotstún-Landakotstún Sandgerði

Húsakönnun

Fornleifaskrá