Vegna óvissustigs í tengslum við landris vestan við fjallið Þorbjörn

Vegna óvissustigs sem ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir vegna almannavarna í tengslum við landris vestan við Þorbjörn bendum við íbúum á að fylgjast með upplýsingum á vedur.is vegna jarðhræringa og facebook síðu almannavarna.
Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ásamt bæjarstjórum annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum sem allir sitja í almannavarnanefnd svæðisins, var á fundi í samhæfingarstöð almannavarna fyrr í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Vel er fylgst með þróun mála og verður upplýsingum komið á framfæri eftir því sem þurfa þykir. Íbúar eru hvattir til að halda ró vegna málsins og fylgjast með fréttum og upplýsingum sem kunna að koma fram um þróun mála.
Íbúafundur verður haldinn í íþróttahúsinu í Grindavík kl.16.00 á morgun, mánudaginn 27. janúar þar sem vísindamenn frá Veðurstofu og Jarðvísindastofnun munu gera grein fyrir stöðunni ásamt fulltrúa frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Suðurnesjum.