Val á jólahúsi Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis

Val á jólahúsi Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis

Óskað er eftir tillögum um jólahús Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis. Íbúar eru hvattir til að senda inn tillögur um þau hús sem þeim þykir verðskulda að vera valin sem jólahús ársins 2018.

Frestur er gefin til miðvikudagsins 19. desember til að senda tillögur. Valnefnd mun síðan taka ákvörðun um  þau þrjú hús sem verða verðlaunuð. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.

Tilnefningar má senda á netfangið afgreidsla@svgardur.is,  sandgerdi@sandgerdi.is eða í síma 422 0200

Valnefndin mun tilkynna niðurstöður og veita verðlaun föstudaginn 21. desember.

Valnefndin er skipuð Fríðu Stefánsdóttur bæjarfulltrúa sem er formaður, Einari Friðrik Brynjarssyni umhverfis- og tæknifulltrúa og Jóni Ragnari Ástþórssyni varabæjarfulltrúa.