Umönnunarbætur og niðurgreiðsla til dagforeldra

Vakin er athygli á því að samkvæmt gjaldskrá sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs, sem gildir frá 1. október 2018 til 31. desember 2018 eru umönnunarbætur 40.000 kr á mánuði /niðurgreiðsla til dagforeldra 50.000 kr á mánuði vegna barns frá 9 mánaða aldri þar til það kemst inn á leikskóla.

Fyrsta greiðsla umönnunarbóta er fyrir þann mánuð sem barn verður 10 mánaða, eða frá þeim tíma sem sótt er um umönnunarbætur.  Síðasta greiðsla er fyrir þann mánuð sem barnið verður tveggja ára, eða þar til barn fær inngöngu í leikskóla.  Umönnunarbætur eru ekki greiddar eftir að barni hefur verið boðin innganga í leikskóla.

Hægt er að sækja um umönnunarbætur á skrifstofum Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs . Ummönnunarbætur eru greiddar eftir á.