Um liðna helgi var haldið skáknámskeið fyrir grunnskólabörn í Suðurnesjabæ.

Um liðna helgi var haldið skáknámskeið fyrir grunnskólabörn í Suðurnesjabæ.

Kennari var Birkir Karl Sigurðsson fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu og Íslands í skák. 
Nemendur voru á öllum aldri og voru mislangt komin í skákinni. Má með sanni segja að dagurinn hafi verið afar vel heppnaður.

Í lok námskeiðsins var haldið skákmót þar sem kom bersýnilega í ljós hversu hratt krakkarnir hefðu bætt sig á aðeins einum sólarhring!