Tónleikar í Garðskagavita

Við í Suðurnesjabæ höfum haft góða gesti í heimsókn hjá okkur þessa viku sem nú er að líða en nemendur úr Listaháskóla Íslands, Prince Claus Conservatoire og the Royal Conservatoire of den Haag hafa dvalið í Þekkingarsetrinu í Sandgerði og unnið að listsköpun. Í dag laugardag, 28. september, verða haldnir tónleikar í Garðskagavita klukkan 15.00 en afrakstur vinnu þeirra verður þar fluttur. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Við hvetjum íbúa Suðurnesjabæjar til að nýta sér þetta einstaka tækifæri, þökkum nemendum heimsóknina og óskum þeim velfarnaðar í því sem þeir taka sér fyrir hendur.