Tómstundafulltrúi á Fjölskyldusvið

Tómstundafulltrúi á Fjölskyldusvið

Fjölskyldusvið Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs óskar eftir að ráða tómstundafræðing í 100 % stöðu. Starfið er fjölbreytt og kemur að tómstundastarfi allra aldurshópa. Faglegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á vönduð og fagleg vinnubrögð, metnaður og framtakssemi hafðir að leiðarljósi í öllu starfi.

 

Starfssvið

  • Daglegt skipulag tómstunda fyrir alla aldurshópa.
  • Sinnir forstöðu og ber ábyrgð á faglegu starfi í félagsmiðstöðvum.
  • Vinnur í teymi með öðrum starfsmönnum í frístunda og forvarnadeild fjölskyldusviðs.
  • Þátttaka í stefnumótun, þróun og innleiðingu á verklagi á nýju sviði.

 

 

Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólanám á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með fólki er skilyrði.
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun.

Umsóknarfrestur til 5.des

Nánari upplýsingar hjá rut@sandgerdi.is 

Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi á sandgerdi@sandgerdi.is