Tillaga að verndarsvæði í byggð - Útgarður Garði

Tillaga að Verndarsvæði í byggð – Útgarður Garði

 

Kynningar- og samráðsfundur í Gerðaskóla fimmtudaginn 19. september kl. 17:30.

Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum 29. ágúst sl. að kynna íbúum á svæðinu og öðrum bæjarbúum og hagsmunaaðilum framlagða greinargerð og vinnslutillögu Kanon arkitekta dags. ágúst 2019 fyrir Verndarsvæði í byggð, Útgarður. Unnið er á grunni laga um verndarsvæði í byggð sem tóku gildi árið 2015, með það að markmiði að vernda sögulega byggð.

Fjallað verður stuttlega um lögin, markmið og aðferð ásamt mati á varðveislugildi byggðarinnar sem byggir einkum á húsakönnun og fornleifaskráningu og er veigamikill þáttur greinargerðar ásamt skilmálum fyrir uppbyggingu.

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér vinnslutillöguna og taka þátt í mótun hennar, með því að veita upplýsingar og koma með ábendingar sem nýtast við áframhaldandi vinnu.

Áætlað er að fundurinn standi til kl.19.00 og er boðið upp á kaffi og kleinur.

Með kveðju og ósk um góða mætingu 

Bæjarstjóri