Tillaga að Verndarsvæði í byggð – Útgarður

Kynning á auglýsingartíma

Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum 29. ágúst s.l. að kynna íbúum á umræddu svæði og öðrum bæjarbúum og hagsmunaaðilum drög unnin af Kanon arkitektum, að tillögu að verndarsvæði í byggð í Útgarði. Kynningar- og samráðsfundur var haldinn í Gerðaskóla 19. september s.l. Á fundi í framkvæmda- og skipulagsráði 17. október s.l. var samþykkt að framlögð greinargerð og tillaga Kanon arkitekta að verndarsvæði í byggð í Útgarði dags. október 2019 yrði auglýst og kynnt og undir það tók bæjarráð á fundi sínum 30. október 2019 og bókaði m.a. að:.. „þannig væri þeim aðilum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslu tillögunnar, ásamt húsakönnun og fornleifaskráningu og koma með ábendingar og athugasemdir“.

Sjálf skýrslan með greinargerð tillögunnar ásamt húsakönnun og fornleifaskráningu og kynningarefni frá íbúafundi liggur frammi á bæjarskrifstofum og er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Í kynningarefni er fjallað stuttlega um lögin, markmið og aðferð ásamt mati á varðveislugildi byggðarinnar sem byggir einkum á húsakönnun og fornleifaskráningu sem eru veigamikill þáttur greinargerðar, ásamt skilmálum fyrir uppbyggingu.

Unnið er samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð sem tóku gildi árið 2015, með það að markmiði að vernda sögulega byggð.

Tillagan og fylgigögn eru í auglýsingu til 13. desember n.k. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til kynna sér gögnin og koma með upplýsingar og ábendingar, sé tilefni til.

Ábendingar og athugasemdir berist til einar@sudurnesjabaer.is