Tillaga að verndarsvæði í byggð - Útgarður

Tillaga að verndarsvæði í byggð - Útgarður

 

Suðurnesjabær hefur lagt fram til kynningar tillögu að Verndarsvæði í byggð – Útgarður Garði skv. 5. gr. laga um Verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

 Íbúum gefst kostur á að kynna sér skýrsluna og efni því tengt ásamt að koma með ábendingar og athugasemdir ef svo ber undir.

 Ábendingar og athugasemdir berist til einar@sudurnesjabaer.is fyrir 18. október 2019.

 Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér þetta áhugaverða efni.

 Gögnin eru einnig til sýnis í ráðhúsi Suðurnesjabæjar í Garði.

 

Verndarsvæði í byggð

Byggða- og húsakönnun

Fornleifaskráning