Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 - Íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024

 Íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar

 

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis samþykkti á fundi sínum 3. oktober 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024  samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Breytingin felst í að skipulagssvæði sem er skilgreint sem íbúðarbyggð ÍB 10 í núverandi skipulagi og er syðsti hluti þéttbýlisins, er stækkað um 2 ha. og íbúðum fjölgað úr 275 í allt að 400.

Breytingartillagan, ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu verða til sýnis á bæjarskrifstofunni í Sandgerði, Vörðunni, Miðnestorgi 3, frá og með fimmtudeginum 15. nóvember n.k. til föstudagsins 28. desember 2018 og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins www.gardurogsandgerdi.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til föstudagsins 28. desember 2018.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa  með tölvupósti á jonben@sandgerdi.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður.

 

Tillaga að deiliskipulagi í Sandgerði

 Íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis samþykkti á fundi sínum 3. oktober 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðabyggðar sunnan Sandgerðisvegar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er skilgreind sem íbúðarbyggð ÍB 10 í núverandi aðalskipulagi og er syðsti hluti þéttbýlisins í Sandgerði, alls u.þ.b. 32, 5 ha. Íbúðir geta orðið allt að 400 talsins á svæðinu þar sem um blandaða byggð einbýlis-, par-, rað-, og fjölbýlishúsa verður að ræða.  Gert er ráð fyrir nýjum leikskóla á svæðinu ásamt opnum leiksvæðum.  Skipulagið hefur verið lagað eins og kostur er að þeim fornminjum sem þarna eru þekktar og skráðar.

Tillagan, ásamt greinargerð, skilmálum og forsendum verða til sýnis á bæjarskrifstofunni í Sandgerði, Vörðunni, Miðnestorgi 3, frá og með fimmtudeginum 15. nóvember n.k. til föstudagsins 28. desember 2018. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins www.gardurogsandgerdi.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við Tillöguna til föstudagsins 28. desember 2018.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa  með tölvupósti á jonben@sandgerdi.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður.

 

Virðingarfyllst,

Jón Ben. Einarsson, skipulagsfulltrúi

 

Hér er hægt að nálgast tillögunnar:

Aðalskipulag – Tillaga að aðalskipulagsbreytingu

Deiliskipulag – Tillaga að deiliskipulagi

Deiliskipulag – Skýringauppdráttur

Deiliskipulag - Greinargerð og skilmál