Sumarstörf 17 ára og eldri

Suðurnesjabær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumarvinnu 17 ára og eldri.

Til umsóknar eru störf í slætti og almennri umhirðu bæjarins. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Suðurnesjabæ.

Sótt er um á http://vinnuskoli-umsokn.vala.is/ og þarf rafræn skilríki eða íslykil til að auðkenna sig inn á síðuna. Hægt er að fá aðstoð með því að hringja í þjónustuver bæjarins s. 425-3000.

Umsóknarfrestur í störfin er 15. apríl n.k. og ekki er tekið á móti umsóknum eftir þann tíma.

Fyrirspurnir má senda á netfangið: rut@sudurnesjabaer.is

  • Verkstjóri Sumarvinnu

 

Suðurnesjabær leitar eftir öflum einstaklingi til að sinna verkstjórn í sumarvinnu 17 ára og eldri.

Starfssvið

  • Í starfinu felst skipulagning, ábyrgð og stýring á sumarvinnu í samvinnu við yfirmenn.
  • Ábyrgð á daglegu starfi flokksstjóra, slátturhópa og almennum verkefnum.
  • Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur

  • Æskilegur aldur 23 ár eða eldri
  • Menntun og reynsla á sviði lista- verkmennta, uppeldismála eða stjórnunar telst kostur.
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð fyrirmynd, heilbrigður lífsstíll, stundvísi og samviskusemi.
  • Meðmæli frá fyrri störfum

Umsóknareyðublað má nálgast hér, og sendist ásamt ferilskrá á rut@sudurnesjabaer.is eða í afgreiðslu bæjarins afgreidsla@sudurnesjabaer.is

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2020