Sumarlestur í Suðurnesjabæ

Sumarlestur – Hvað ert þú að lesa?

Sumarlestur bókasafnsins í Sandgerði er nú hafinn og hvetjum við alla að vera duglega að lesa í sumar. Allir nemendur í 1. – 5. bekk Sandgerðisskóla fengu lestrardagbók með sér heim fyrir frí en þeir sem ekki eru enn komnir með lestrardagbókina geta nálgast hana á bókasafninu. Nemendur Gerðaskóla geta einnig nálgast lestrardagbók á bókasafninu í Sandgerði. Allir sem taka þátt í sumarlestri í Suðurnesjabæ fá verðlaun í lok sumars. Opnunartími bókasafnsins í Sandgerði í sumar er frá kl.10.00-16.00 mánudaga til fimmtudaga.

Sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar er góður stuðningur en það inniheldur 31 skemmtilega leið að lestri. Dagatalið ásamt öðrum fróðleik um sumarlestur má sjá á vef Menntamálastofnunar. Einnig má finna fræðslu til foreldra á vefnum  Lesum meira