Suðurnesjabær undirritar samninga við íþróttafélögin í bænum.

 

Suðurnesjabær  undirritar samninga við íþróttafélögin í bænum.

 

Í lok síðustu viku voru undirritaðir samstarfssamningar milli Suðurnesjabæjar og íþróttafélaga í bænum. Hittust fulltrúar Knattspyrnudeildar Reynis, Knattspyrnufélagsins Víðis, Golfklúbbs Sandgerðis og Körfuknattleiksdeildar Reynis á hádegisfund og ræddu þar ýmis mál tengd íþróttalífinu í bænum og gengu frá samstarfssamningum.  Markmið samninganna er að styðja það góða íþróttastarf sem fyrir er í Suðurnesjabæ.