Starfsmaður/menn óskast í stuðning á heimili langveiks barns og fjölskyldu

Starfsmaður óskast í tilsjón:

Um er að ræða næturvinnu í allt að 32 tíma á mánuði. Markmiðið er að létta álag af barni og fjölskyldu í fjórar nætur í mánuði eftir samkomulagi við fjölskyldu.

 Hæfniskröfur:

  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæði og vandvirkni í vinnubrögðum
  • Reynsla af umönnunarstörfum eða vinnu með fötluðum börnum æskileg
  • Hreint sakavottorð
  • Kostur að hafa réttindi til að starfa sem sjúkraliði

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu:

Um er að ræða heimaþjónustu í formi heimilisþrifa á sama heimili í samtals 6 klst. á mánuði.  

Hæfniskröfur:

  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæði og vandvirkni í vinnubrögðum
  • Reynsla af heimaþjónustu æskileg
  • Hreint sakavottorð

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi fagfélaga.

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sara Dögg Gylfadóttir félagsráðgjafi í síma 425-3000 eða í tölvupósti á sara@sudurnesjabaer.is