Starf í búsetuþjónustu

Starf í búsetuþjónustu

Félagsþjónusta sameinað sveitarfélags Sv. Garðs/Sandgerðis og Sv. Voga óskar eftir að ráða starfsfólk í búsetuþjónustu í málaflokki fatlaðs fólks. Í starfinu felst að veita fólki fjölbreytta þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu þess og skapa því aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi á heimilinu sínu sem og utan þess. Unnið er eftir hugmyndafræðinni „þjónandi leiðsögn“ og krafist er að starfsfólk tileinki sér vinnubrögð samkvæmt þeirri hugmyndafræði.

Verkefnin geta verið breytileg eftir þörfum notenda. Mikilvægt er að starfsmaður hafi áhuga og ánægju af mannlegum samskiptum, búi yfir þjónustulund og frumkvæði. Mikilvægir eiginleikar eru sveigjanleiki, samviskusemi, jákvætt viðhorf til fólks og vinnu sinnar. Um er að ræða helgar-, nætur- og dagvaktir.

Þroskaþjálfar, félagsliðar og einstaklingar með aðra menntun og reynslu sem gagnast í starfi eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Laun eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

 

Helstu verkefni eru meðal annars:

  • Veita persónulegan stuðning og aðstoða íbúa við að njóta menningar, tómstunda og félagslífs
  • Innlit og samvera
  • Aðstoð við athafnir daglegs lífs
  • Almenn heimilisstörf
  • Samskipti við ýmsa þjónustuaðila

 

Umsóknarfrestur er til og með 12. september 2018

Umsóknum ásamt ferilskrá má skila rafrænt á netfangið eyrun@sandgerdi.is og/eða una@sandgerdi.is eða bæjarskrifstofuna í Sandgerði, Vörðunni, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði.