Sandgerðishöfn - Atvinna

Sandgerðishöfn óskar eftir starfsmanni í fullt starf.

 

Helstu viðfangsefni:

  • Vigtun og skráning sjávarafla
  • Öryggiseftirlit
  • Þjónusta við skip, s.s. raða skipum í höfn, binda skip við bryggju og afgreiðsla á vatni og rafmagni
  • Þrif og almennt viðhald á hafnarsvæði
  • Önnur tilfallandi verkefni

 

Menntun og hæfniskröfur

  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Réttindi á hafnarvog er kostur
  • Þjónustulund, stundvísi og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum

 

Vinnutími og launakjör

Unnið er á vöktum og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

 

Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á netfangið runar@sandgerdishofn.is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4, 250 Garði.

Upplýsingar um starfið veitir hafnarstjóri í síma 420 7537.

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 4. mars 2019.

Sandgerðishöfn er höfn í sókn og leggur áherslu á umhverfis- og öryggismál