Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks í Suðurnesjabæ

VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í SAMRÁÐSHÓP FATLAÐS FÓLKS Í SUÐURNESJABÆ?

Suðurnesjabæjar auglýsir eftir fólki sem vill starfa í samráðshóp og hafa þannig áhrif á málefni fatlaðs fólks í Suðurnesjabæ. Hópurinn verður skipaður sex fulltrúum, þremur hagsmunaaðilum fatlaðs fólks og þremur kosnum af bæjarstjórn. Jafnmargir eru til vara. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að fara á námskeið þar sem þátttakendur eru undirbúnir fyrir setu í notendaráði. Umsóknarfrestur er til 6. september og er hægt sækja um í þjónustuverum Suðurnesjabæjar í síma 425 3000/425-3020 eða beint til Maríu Rósar Skúladóttir, deildarstjóra félagsþjónustu mariaros@sudurnesjabaer.is

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks er starfræktur á grundvelli 42. gr. laga nr.
40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga með síðari breytingum. Samráðshópnum er ætlað að vera bæjarstjórn, nefndum og ráðum til ráðgjafar um málefni og hagsmuni fatlaðs fólks í Suðurnesjabæ og fá til umsagnar málefni, sem varða stefnumótun og þjónustu við fatlað fólk. Samráðshópnum er jafnframt ætlað að vera umsagnaraðili til ráðuneytis um veitingu starfsleyfis skv. 7. gr. laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir, að vera umsagnaraðili í ferlimálum og að kynna fyrir fötluðu fólki þau úrræði og þjónustu sem er í boði.

Nánari upplýsingar veitir María Rós Skúladóttir í síma 425-3020.