Samningur við Golfklúbb Sandgerðis

 

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Suðurnesjabæjar og  Golfklúbbs Sandgerðis. Magnús Stefánsson bæjarstjóri og Lárus Óskarsson formaður klúbbsins undirrituðu samningana í golfskálanum við mjög covidlega athöfn þar sem auðvitað var passað upp á 2 metra regluna og engin handarbönd voru að þessu sinni. Við tilefnið var farið skoðunarferð í  nýja vélarskemmu sem er nýrisin hjá Golfklúbbnum. Vill Suðurnesjabær óska Golfklúbbi Sandgerðis innilega til hamingju með samninginn, nýja vélargeymslu sem og afmælidaginn sem er einmitt  í dag 24. apríl, en nú eru 34 ár síðan klúbburinn var stofnaður.  Síðustu daga hafa margir notað tækifærið og spilað hring á kirkjubólsvelli enda vor í lofti og margir farnir að hungra í útiveru og hreyfingu.