Óskað er eftir tilnefningum vegna kjörs á íþróttamanni ársins 2019 í Suðurnesjabæ

Íþrótta- og tómstundaráð óskar er eftir tilnefningum um íþróttamenn sem stunda íþrótt sína utan sveitarfélagsins og þykja hafa náð framúrskarandi árangri. Íþróttafélög í Suðurnesjabæ sjá um að tilnefna sína fulltrúa.

Einnig er óskað eftir tilnefningum aðila sem á skilið viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu Íþrótta- og tómstundamála í Suðurnesjabæ.

Rökstuðningur skal fylgja tilnefningum og skulu þær berast fyrir 1. desember 2019 á  póstfangið rut@sudurnesjabaer.is

Viðkomandi íþróttamaður þarf að vera eldri en 15 ára og vera búsettur í Suðurnesjabæ.