Ósk um umsögn um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 og gerð deiliskipulags fyrir nýjan leikskóla í Sandgerði.

Suðurnesjabær áformar að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 sem felur í sér að skilgreina svæði fyrir samfélagsþjónustu við Byggðaveg í Sandgerði sem ætlað er til uppbyggingar leikskóla. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verði unnin tillaga að deiliskipulagi fyrir leikskólann.

Suðurnesjabær óskar umsagnar um meðfylgjandi skipulags- og matslýsingu þar sem gerð er grein fyrir skipulagsverkefnunum og hvernig staðið verði að umhverfismati þeirra, sbr. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Skipulagslýsingin er aðgengileg hér á heimasíðu Suðurnesjabæjar  https://www.sudurnesjabaer.is/

Umsagnir skal senda til Suðurnesjabæjar með tölvupósti á Jón Ben Einarsson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is.  

Æskilegt er að umsagnir berist fyrir 14. apríl 2020.

 

Jón Ben Einarsson,

sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Suðurnesjabæjar