Nýtt starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs

NÝTT STARF SVIÐSSTJÓRA STJÓRNSÝSLUSVIÐS

Starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs í sameinuðu sveitarfélagi
Sandgerðis og Garðs er laust til umsóknar. Um nýtt starf er að ræða.


Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ber ábyrgð á daglegri starfsemi
sviðsins og gegnir leiðandi hlutverki við stefnumótun í stjórnsýslunni. Hann ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri sveitarfélagsins í samvinnu við fjármálastjóra og bæjarstjóra og hefur yfirumsjón með þróun rafrænnar þjónustu/stjórnsýslu og innleiðingar
á gæðakerfi á bæjarskrifstofum, auk þess að bera ábyrgð á
upplýsingagjöf og skjalamálum. Eitt af aðalverkefnum hans
fyrstu árin felst í að verkefnastýra sameiningu sveitarfélaganna.
Sviðsstjóri ritar einnig fundargerðir bæjarstjórnar. Sviðsstjóri
heyrir beint undir bæjarstjóra og er staðgengill hans. Undir
starfsemi stjórnsýslusviðs heyrir meðal annars fjármál, mannauðs- og launamál, skjalamál og þjónustumál.


Menntunar- og hæfnikröfur:
• Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði, lögfræði
eða tengdra greina er skilyrði.
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnsýslufræða og/eða í stjórnun
og stefnumótun er æskileg.
• Reynsla af stjórnun starfsmanna og verkefnastjórnun er æskileg.
• Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu kostur.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.
• Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði.


Umsóknarfrestur er til 10. september 2018.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið
skulu berast á netfangið baejarstjori@gardurogsandgerdi.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í síma 422-0200. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga BHM.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.
Fagmennska – Samvinna - Virðing