Niðurstöður kynntar í kvöld

Í dag er seinasti dagur til að taka þátt í skoðunarkönnun um nýtt nafn á Sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.

Hægt er að taka þátt í Grunnskólanum í Sandgerði og Gerðaskóla til 20:00 í kvöld.

Talning fer fram í Gerðaskóla og verða niðurstöðurnar kynntar live á facebook síðu sveitarfélagsins og í framhaldinu birtist frétt um niðurstöðurnar hér á heimasíðunni.

Við hvetjum bæjarbúa til að taka þátt og minnum á að nafnakaffi verður í báðum grunnskólunum til kl: 17:00 í dag.