Matjurtagarðar í Suðurnesjabæ

Í sumar gefst íbúum Suðurnesjabæjar kostur á að leigja matjurtagarða af sveitarfélaginu og rækta eigið grænmeti.

Þetta eru um 15 fermetra matjurtagarðar sem hver og einn hefur til umráða, staðsettir við enda Sjávargötu,

Leigan á garðinum kostar 3.500 krónur.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl. Sótt er um á netfangið gudbjorg@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000.

Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda.

Matjurtagarðar eru aftur farnir að njóta vinsælda. Með þessum hætti er ræktað hollt og gott grænmeti fyrir sig og sína og um leið notið útiveru í dásamlegu umhverfi.

Ræktum eigið grænmeti og stuðlum þannig að kolefnisjöfnun og sjálfbærni.