Ljóðasamkeppni Dagstjörnunnar

Ljóðasamkeppni Dagstjörnunnar


Hollvinafélagið hefur undanfarin ár efnt til ljóðasamkeppni í grunnskólum á
Suðurnesjum. Í ár eru 125 ár frá fæðingu Unu Guðmundsdóttur og vonumst við
til þess að nemendur í leik- og grunnskólum í Suðurnesjabæ taki þátt í keppninni
í ár og hvetur félagið því öll leik- grunnskólabörn í bænum að taka þátt og er
þema ársins er: Afmæli


Keppnin er ætluð þremur aldursflokkum og eru verðlaun fyrir öll stigin.
Leikskólabörn og nemendur í 1. til 3. bekk.
Nemendur í 4. – 6. bekk og 7. – 10. bekk.


Ljóðunum skal skila fyrir 4. nóvember 2019 á bæjarskrifstofum Suðurnesjabæjar
í Garði eða í Sandgerði.


Höfundar ljóðanna setji fullt nafn sitt, símanúmer og heimilisfang í sér umslag
merkt heiti ljóðsins. Þetta umslag fer svo í annað umslag með ljóðinu sjálfu og
utan á það umslag skal skrifa heiti ljóðsins.


Úrslit verða kynnt á árlegum hátíðardegi tileinkuðum Unu Guðmundsdóttur í
Útskálakirkju á afmælisdaginn þann 18. nóv. 2019 kl: 20:00.


Unu Guðmundsdóttur er minnst fyrir dulræna hæfileika sína og skyggnigáfu og
var nefnd Völva Suðurnesja. Hún var þjóðþekkt fyrir skyggnigáfu sína og hjálpaði
mörgum í veikindum með aðstoð lækna að handan.


Una var víðlesin og fróðleiksfús og hélt uppi bókasafni heima hjá sér uppi á loftinu
í Sjólyst. Hún var mikill mann – og dýravinur og aðeins 16 ára fór hún að kenna
börnum, heima hjá sér í Sjólyst þar sem hún hélt úti sérskóla í 20 ár.


Með von um góða þátttöku
Stjórn Hollvinafélgs Unu í Sjólyst