Landhelgisbáturinn Ágúst

Sunnudaginn 11. nóvember 2018, kl 14:00 verður haldinn fyrirlestur á Byggðasafninu á Garðskaga.

Fyrirlesturinn er um bát sem gerður var út af Garðmönnum til landhelgisgæslu í Garðsjó árið 1913.

Báturinn hét Ágúst og var 12 tonna dekkbátur, hann var af mörgum talinn vera fyrsta íslenska varðskipið.

Allir áhugasamir hvattir til að mæta og heyra þessa merkilegu sögu okkar Garðbúa.

Haukur Aðalsteinsson skipasmiður og fræðimaður segir söguna.

Kaffi og meðlæti fáanlegt á Röstinni.