Könnun á stöðu námsmanna í Suðurnesjabæ

Könnun á stöðu námsmanna í Suðurnesjabæ varðandi sumarvinnu hefur verið sett upp með þeim tilgangi að afla upplýsinga um mögulega þátttöku í atvinnuátaki fyrir þann hóp. Suðurnesjabær hyggst taka þátt í sérstöku átaki ríkisstjórnarinnar um sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri og unnið er að því að útfæra fyrirkomulag og umfang þess verkefnis. Námsmenn 18 ára og eldri með lögheimili í Suðurnesjabæ eru beðnir um að svara könnuninni. Mikilvægt er að sem flestir svari svo að ákvarðanir byggi á bestu upplýsingum um stöðuna.

Þetta er örkönnun aðeins fjórar spurningar og tekur örfáar sekúndur að svara.

Hægt er að svara könnuninni til fimmtudagsins 7. maí.

SVARA KÖNNUN