Jólatrésskemmtun kvenfélagsins Gefnar 2018

Jólatrésskemmtun kvenfélagsins Gefnar 2018

 

Kvenfélagið Gefn heldur sína árlegu jólatrésskemmtun í Miðgarði Gerðaskóla í Garði laugardaginn

29. desember n.k. frá kl. 15.00 – 17.00.

Nú eins og ævinlega ætlum við að dansa í kringum jólatréð við fjöruga tónlist og söng og njóta veitinga í boði kvenfélagskvenna. 

Að venju kemur jólasveinninn í heimsókn með glaðning í poka handa kátum krökkum.

Allir hjartanlega velkomnir.

ATH! Ókeypis aðgangur.

Með jólakveðju frá kvenfélaginu Gefn.