Íþrótta og tómstundaráð óskar eftir tilnefningum

Íþrótta og tómstundaráð óskar eftir tilnefningum um einstaklinga sem eiga skilið viðurkenningu fyrir óeigngjörn störf að íþrótta- og tómstundamálum í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og sv. Garðs.

Allir íbúar geta tilnefnt aðila til viðurkenningar og skulu þær vera rökstuddar.

Tilnefningarnar þurfa að berast fyrir 3. janúar til rut@sandgerdi.is