Íbúafundur um viðburði í Suðurnesjabæ

Kæru íbúar Suðurnesjabæjar,

 

Þriðjudaginn 21. maí n.k. ætlum við að bjóða til samtals um viðburði í Suðurnesjabæ.

 

Hvernig viljum við t.d. hafa fyrirkomulag bæjarhátíða, 17. júní, tendrun jólaljósa og áramótabrenna?

Lumar þú janvel á nýjum og ferskum hugmyndum?

 

Fundurinn verður í formi hópavinnu þar sem íbúar koma sjálfir með hugmyndir og fá tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.

 

Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu í Sandgerði og hefst kl. 19.30.

 

Við vonumst til að sjá sem flesta!

 

Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar