Hafnarstjóri Sandgerðishafnar

HAFNARSTJÓRI SANDGERÐISHAFNAR

Starf hafnarstjóra Sandgerðishafnar er laust til umsóknar.

Hafnarstjóri ber ábyrð á daglegri starfsemi Sandgerðishafnar,
rekstri hennar og uppbyggingu. Hafnarstjóri sinnir starfi sínu
bæði á skrifstofu og á hafnarsvæði og undir hann heyra starfsmenn Sandgerðishafnar. Hann annast fjármálastjórn hafnarinnar og sér um áætlanagerð og kostnaðareftirlit ásamt því að
sinna markaðssetningu og upplýsingagjöf um starfsemina.
Hafnarstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra.

Menntunar- og hæfnikröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla og þekking á rekstri hafna og sjávarútvegsmálum er æskileg.
• Reynsla af stjórnun, rekstri og stefnumótun er kostur.
• Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.


Umsóknarfrestur er til 10. september 2018.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið
skulu berast á netfangið baejarstjori@gardurogsandgerdi.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í síma 422-0200. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.
Fagmennska – Samvinna - Virðing