Gerðaskóli auglýsir eftir skólaritara

Gerðaskóli auglýsir 90% stöðu skólaritara lausa til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á skólastarfi og er með framúrskarandi þjónustulund.

Í Gerðaskóla verða um 250 nemendur næsta skólaár og 58 áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn.

Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, ánægja, árangur.

Hlutverk og ábyrgð:

  • Ritari stýrir og ber ábyrgð á faglegu starfi skrifstofunnar.
  • Í því felst upplýsingamiðlun, skjalavarsla, fjármál, skýrslur og skráningar, innkaup, tækjaumsjón og önnur viðfangsefni.

Menntunar – og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf og/eða sambærileg menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð tungumálakunnátta (íslenska/enska)
  • Góð tölvukunnátta
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgðarkennd og áreiðanleiki

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2020.

Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2020. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá, ábendingar um meðmælendur og almennar upplýsingar um viðkomandi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um starfið.

Umsóknir skulu berast á netfangið eva@gerdaskoli.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri í síma 4253050