Garðaúrgangur

Kæru íbúar Suðurnesjabæjar

Um árabil hefur íbúum gefist kostur á að losa garðaúrgang eins og gras og greinar á móttökusvæði bæjarkjarnanna. Móttökusvæðin hafa verið vel nýtt en að gefnu tilefni er vert að minna á að það er algerlega óheimilt að losa rusl og drasl á svæðinu sem eingöngu er ætlaður garðaúrgangi. Losa skal úrganginn úr plastpokunum og hægt er að losa sig við pokana í tunnur sem staðsettar eru á svæðunum.

Einnig er bent á að opnunartími Kölku er virka daga: 13:00 - 18:00 og laugardaga: 13:00 - 18:00. Í Kölku er hægt er að losa allan annan úrgang gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar á www.kalka.is

Nánari upplýsingar varðandi móttökusvæðin í Suðurnesjabæ fást hjá Halla í áhaldahúsinu í Sandgerði í síma 855-9775 og Árna í áhaldahúsinu í Garði í síma 893-8219